Ferðamenn grétu af hræðslu - aðrir upplifðu ævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2012 19:30 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira