Enski boltinn

Wenger: Þeir sem eru ósáttir mega fara

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur engan áhuga á því að vera með menn í sínu liði sem eru ekki tilbúnir að gefa allt fyrir félagið. Hann segir að ef einhver sé ósáttur verði sá hinn sami að fara.

Wenger hefur mátt sjá á bak mörgum af bestu leikmönnum liðsins undanfarin ár og nú síðast kvartaði Bacary Sagna yfir því að allir bestu mennirnir væru alltaf seldir.

"Ég trúi því að allir starfsmenn eigi að verja sitt fyrirtæki. Ef starfsmaður er óánægður í vinnunni þá á hann að fara og gera eitthvað annað. Það er mín skoðun," sagði Wenger.

Hann hefur samt ekki áhyggjur af Sagna sem hann segir elska Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×