Enski boltinn

Giggs: Verðum að vinna titilinn aftur

Hinn 38 ára gamli Ryan Giggs, leikmaður Man. Utd, er ekki enn saddur þrátt fyrir að hafa unnið fjölmarga titla með Man. Utd. Hann segir að United verði að vinna titilinn til baka í ár.

United missti af Englandsmeistaratitlinum á grátlegan hátt á síðustu leiktíð og það sætta leikmenn liðsins sig illa við.

"Leikmenn geta ekki boðið eftir því að komast í sama gír og við komumst í þegar best lét á síðustu leiktíð. Það var erfitt fyrir alla að kyngja niðurstöðu síðasta tímabils en við verðum að koma til baka," sagði Giggs.

"Það verður ekki auðvelt að ná dollunni aftur því það eru mörg gæðalið í deildinni. Það er engu að síður okkar takmark. Við verðum að ná henni."

Giggs mun leika sinn 600. leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina ef hann kemur við sögu í leiknum gegn Wigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×