Enski boltinn

McDermott: Ég stend í þakkarskuld við Gylfa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Brian McDermott, knattspyrnustjóri Reading, reiknar með því að Gylfi Þór Sigurðsson fái góðar móttökur þegar Tottenham sækir Reading heim í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Það var undir stjórn McDermott sem Gylfi Þór blómstraði í liði Reading í Championship-deildinni. McDermott segist standa í þakkarskuld við Íslendinginn. McDermott tók tímabundið við liði Reading og gengi liðsins undir hans stjórn hafði ekki verið sérstakt þegar liðið sótti Liverpool heim í FA bikarnum.

„Árangur undir minni stjórn hafði ekki verið góður þegar kom að leiknum. En heppnin var með mér gegn Liverpool. Hann (Gylfi Þór) tók bestu mögulegu vítaspyrnu á 96. mínútu undir mikilli pressu, sagði McDermott í viðtali við Daily Mirror."

Gylfi fór mikinn á leiktíðinni og var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.

„Ég er viss um að hann fær frábærar viðtökur hjá stuðningsmönnunum," sagði McDermott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×