Enski boltinn

Ferguson: Nick Powell getur tekið við af Scholes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var sáttur eftir 4-0 sigur á Wigan Athletic í ensku úrvalsdeildinni um helgina en skoski stjórinn var heldur ekkert að leyna hrifningu sinni á hinum 18 ára gamla Nick Powell.

Ferguson keypti Nick Powell frá Crewe Alexandra fyrir 2,6 milljónir punda og setti hann inn á laugardaginn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Powell innsiglaði sigurinn með góðu marki en það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

„Powell á eftir að vera virkilega góður leikmaður og við vonumst til þess að hann geti tekið við hlutverki Paul Scholes í framtíðinni. Hann er með frábæra yfirsýn, gott lundarlag og tvo frábæra fætur. Hann er eldfljótur og með góð skot," sagði Sir Alex Ferguson við MUTV.

Powell sýndi hæfileika sína í markinu sem hann skoraði með flottu skoti af rúmlega 20 metra færi. Þetta var fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni og óhætt að fullyrða að hann hafi upplifað draumabyrjun í búningi Manchester United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×