Enski boltinn

Tían skiptir Adebayor miklu máli | greiðir stuðningsmönnum úr eigin vasa

Emmanuel Adebayor liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham hefur skipt um númer á keppnistreyjunni hjá enska úrvalsdeildarliðinu.
Emmanuel Adebayor liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham hefur skipt um númer á keppnistreyjunni hjá enska úrvalsdeildarliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Emmanuel Adebayor liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham hefur skipt um númer á keppnistreyjunni hjá enska úrvalsdeildarliðinu. Adebayor hóf leiktíðina með númerið 25 á bakinu en eftir að Rafael van der Vaart var seldur til Hamburg á lokadegi félagaskiptagluggans ákvað landsliðsmaðurinn frá Tógó að taka númerið 10 sem Rafael van der Vaart hafði áður notað.

Adebayor hefur boðist til þess að endurgreiða úr eigin vasa þeim sem keypt höfðu keppnistreyju Tottenham með nafni hans og númerinu 25 á bakinu.

„Tían er sérstök tala fyrir mig, og þegar ég vissi að þetta númer var á lausu spurði ég hvort ég gæti skipt," segir Adebayor í viðtali á heimasíðu Tottenham. „Ég er stoltur að stuðningsmenn Tottenham vilja vera með nafnið mitt á keppnistreyjunni en ég vil ekki að þeir þurfi að greiða fyrir þessa ákvörðun mína," bætti han við en Adebayor ætlar að taka þann kostnað á sig ef stuðningsmenn Tottenham vilja skipta um keppnistreyju sem var með númerið 25 og breyta yfir í „tíuna".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×