Enski boltinn

Charlie Adam: Brendan Rodgers er topp stjóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var ekki pláss fyrir Jay Spearing og Charlie Adam í Liverpool-liðinu.
Það var ekki pláss fyrir Jay Spearing og Charlie Adam í Liverpool-liðinu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Charlie Adam er orðinn leikmaður Stoke eftir að Liverpool seldi hann til félagsins fyrir fjórar milljónir punda á lokadegi félagsskiptagluggans.

Þessi 26 ára skoski miðjumaður passaði ekki inn í leikstíl Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers en leikmaðurinn ber þó engan kala til Norður-Írans.

Charlie Adam er einn a fjölmörgum leikmönnum Liverpool sem Kenny Dalglish keypti til félagsins en Rodgers vildi ekki nota.

„Þegar nýr stjóri kemur inn þá vill hann að sjálfsögðu breyta leikstíl liðsins. Svoleiðis gengur þetta fyrir sig og svona er bara fótboltinn," sagði Charlie Adam við The Sun.

„Ég vildi spila í hverri viku en ég á Liverpool mikið að þakka sem og þeim sem náðu í mig þangað. Ég ber samt virðingu fyrir Brendan Rodgers því hann er toppstjóri," sagði Adam.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×