Enski boltinn

Falcao hefur alltaf elskað Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty IMages
Faðir Radamel Falcao segir að það sé draumur kappans að spila einn daginn í ensku úrvalsdeildinni.

Falcao hefur farið á kostum með Atletico Madrid að undanförnu og skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins á Chelsea í leik meistara meistaranna í Evrópu á föstudag.

Faðir hans, Radamel Garcia, sagði við fjölmiðla í Kólumbíu að það sé mjög líklegt að drengurinn muni einn daginn spila í ensku úrvalsdeildinni.

„Það hafa þrjú lið áhuga - Manchester City, Chelsea og rússneskt félag. Falcao hefur alltaf viljað spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur elskað Chelsea síðan hann var ungur drengur."

Samkvæmt fregnum í heimalandinu, Kólumbíu, mun nú þegar vera samkomulag í höfn sem tryggir að Falcao fari til Chelsea í framtíðinni en faðirinn vildi ekki tjá sig um það.

„Ég ræddi við hann í gær. Það þarf að borga 55 milljónir evra til að leysa hann undan samningnum en hann vill ekki tala um þessi mál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×