Enski boltinn

Meireles seldur til Tyrklands

Meireles í leik gegn Newcastle.
Meireles í leik gegn Newcastle.
Tyrkneska liðið Fenerbahce hefur gengið frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Raul Meireles frá Chelsea.

Meireles skrifaði undir fjögurra ára samning við tyrkneska félagið. Hægt var að ganga frá kaupunum þar sem tyrkneski félagaskiptaglugginn lokar ekki fyrr en á miðvikudag.

Hermt er að Fenerbahce hafi greitt 8 milljónir punda fyrir Portúgalann sem orðinn er 29 ára.

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, telur sig ekki hafa nein not fyrir Meireles lengur og leyfði honum þessa vegna að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×