Enski boltinn

Owen velur sér félag á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Michael Owen hefur gefið sterka vísbendingu um að hann muni velja sér nýtt félag á morgun, miðvikudag.

Joey Barton, leikmaður Marseille í Frakklandi, varpaði fram spurningu á Twitter í gær til Owen um hvert hann væri að fara. Owen svaraði með þeim orðum að hann myndi láta hann vita á miðvikudag.

Owen hefur verið orðaður við Liverpool, sitt gamla félag, síðustu daga en hann var síðast á mála hjá erkifjendunum í Manchester United. Hann er þó samningslaus í dag. Hann hefur einnig verið orðaður við Stoke.

Hvort hann gangi aftur til liðs við Liverpool er óvíst en John Henry, eigandi félagsins, ritaði opið bréf til stuðningsmanna félagsins í gær þar sem hann sagði að það væri ekki stefna félagsins að fá leikmenn til liðs við sig sem gætu aðeins boðið fram skammtímalausnir á vandamálum þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×