Enski boltinn

Zola: Hazard hefur þetta allt saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea-goðsögnin Gianfranco Zola er sannfærður um að Belginn Eden Hazard geti orðið einn af bestu leikmönnunum í sögu félagsins. Hazard hefur skorað eitt mark og lagt upp önnur sex í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

„Hazard hefur fallið vel inn í leik Chelsea og fólk er þegar farið að líkja honum við mig. Hann hefur þetta allt saman; tæknina, persónuleikanna, markanefið og hugmyndaflug," sagði Gianfranco Zola í viðtali við ítalska blaðið Gazetta Dello Sport en Zola er nú stjóri Watford í ensku b-deildinni.

En hvaða lið munu berjast um enska meistaratitilinn á þessu tímabili að mati Gianfranco Zola? „Chelsea og bæði Manchester-liðin," sagði Zola. Hann tjáði sig líka um landa sinn Mario Balotelli hjá Manchester City.

„Balotelli ræður öllu í framtíð Balotelli. Hann sannaði það á Evrópumeistaramótinu að hann getur verið meistari en ég veit að hann getur orðið enn betri," sagði Zola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×