Enski boltinn

Rooney viðurkennir að hann hafi fitnað í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty IMages
Wayne Rooney viðurkenndi að hann hafi verið rúmum þremur kílóum of þungur þegar hann mætti til æfinga hjá Manchester United í sumar.

Rooney skelldir skuldinni á að hafa drukkið of mikið af bjór í sumarfríinu en þetta kemur allt saman fram í nýrri bók sem er væntanleg frá kappanum. Hún fjallar um hans fyrsta áratug í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er eins og flestir aðrir og bæti á mig nokkrum kílóum í sumarfríinu. Ég á það til að bæta 2-3 pundum á mig ef ég sleppi því að æfa í eina viku," segir í bókinni.

„En þegar ég kom til baka til Carrington snemma í júlí sumar fékk ég áfall þegar ég steig á vigtina í ræktinni. Hún sýndi að ég hafði bætt á mig sjö kílóum - sjö!"

Rooney segir að hann eigi auðvelt með að bæta á sig aukakílóum ef hann passar ekki upp á sig. Hann segir það þó ekki há sér í knattspyrnunni.

Hann segir einnig að það hafi tekið sinn toll að spila sem framherji hjá Manchester United gegn mörgum af sterkustu varnarmönnum heims í gegnum tíðina. Hann eigi stundum eftitt með gang fyrsta hálftímann daginn eftir leiki.

Rooney segir einnig frá erfiðu tímunum hjá United, eins og þegar að Ferguson setti hann út úr liðinu fyrir að fara út að borða eftir 5-0 sigur Únited á Wigan á öðrum degi jóla í fyrra. Hann sat upp í stúku í næsta leik, þegar að United tapaði fyrir Blackburn, 3-2.

„Þetta var hræðilegt. Blackburn var á leiðinni niður en við vorum samt verri en þeir í þessum leik. Ég var örvæntingafullur og hjálparlaus upp í stúku, alveg eins og aðrir stuðningsmenn United sem voru á leiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×