Fótbolti

Eiður spilar mögulega með varaliði Seattle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen er nú kominn til Seattle í Bandaríkjunum þar sem hann mun æfa með MLS-liðinu Seattle Sounders næstu dagana.

Eiður er án félags eftir að hafa farið frá AEK Aþenu í vor. Hann meiddist illa snemma á síðasta tímabili og gat því lítið spilað í Grikklandi.

Eiður, sem verður 34 ára gamall á árinu, hélt utan fyrr í vikunni og mun skoða aðstæður og æfa með liðinu fram yfir helgi. Félagið staðfesti þetta í gær en vefmiðillinn 433.is greindi einnig frá þessu.

Varalið Seattle leikur gegn Chivas USA á sunnudag og er jafnvel talið líklegt að Eiður muni koma við sögu í leiknum.

Lokað verður fyrir félagaskipti í Bandaríkjunum þann 15. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×