Enski boltinn

Angelo Henriquez til United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henriquez eftir undirritunina hjá United.
Henriquez eftir undirritunina hjá United. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United hefur gengið frá kaupum á átján ára framherja frá Síle. Sá heitir Angelo Henriquez og kemur frá Universidad de Chile.

Henriquez fer beint í leikmannahóp United en hann er fimmti leikmaður United sem kemur til liðsins í sumar. Hann mun þó fyrst og fremst spila með U-21 og varaliði United til að byrja með.

„Angelo hefur haft mikil áhrif á íþróttina á sínum stutta ferli. Það er mikill kostur hversu fljótur hann er og hann les leikinn mjög vel miðað við hvað hann er ungur," sagði Alex Ferguson, stjóri United.

United hefur verið með augastað á kappanum síðan hann var fjórtán ára gamall en hann spilaði með U-20 liði Síle á móti í Norður-Írlandi í sumar.

„það var mjgö heppilegt. Við fylgdumst með öllum leikjunum í Norður-Írlandi og þá spilaði liðið einnig í Hollandi, sem við sáum einnig. Það voru allir sammála um að þetta væri leikmaður sem við þyrftum að fá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×