Fótbolti

Kuyt: Það óttast enginn hollenska landsliðið lengur

Hollenski landsliðsmaðurinn Dirk Kuyt segist hafa fulla trú á því að Holland geti komist langt á næsta HM en hefur áhyggjur af því að önnur lið óttist ekki hollenska liðið lengur.

Hollendingur fóru heim með skottið á milli lappanna á síðasta EM og töpuðu síðan 4-2 fyrir Belgum í fyrsta leik liðsins undir stjórn Louis van Gaal.

"Ótti andstæðinganna er horfinn. Við verðum að byggja upp á nýtt," sagði Kuyt áhyggjufullur.

"Hollenska landsliðið ætlar alltaf að vinna öll stórmót. Annars gætum við verið heima. Við verðum samt að rífa upp sjálfstraustið í liðinu og umræður sem áttu sér stað í síðustu landsliðsferð voru jákvæðar fyrir framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×