Fótbolti

Rúrik í góðu standi fyrir leikinn á morgun | Vildi bara kíkja á stelpurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Færum rúminn ávallt saman!"
„Færum rúminn ávallt saman!" Mynd/Twitter-síða Rúriks
Rúrik Gíslason var eini leikmaður íslenska landsliðsins sem hvíldi á meðan að landsliðið æfði á Kaplakrikavelli í gær. Hann er þó klár í slaginn fyrir leikinn á morgun.

„Ég er splunkunýr og í góðu standi. Ég var tæpur aftan í lærinu en við erum með frábæran sjúkraþjálfara sem reddaði því," sagið Rúrik á blaðamannafundi í morgun.

„Ég held að hann hafi viljað komast í ræktina bara til að kíkja á stelpurnar," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyriliði og herbergisfélagi Rúriks, um hæl en báðir sátu fyrir svörum á fundinum í morgun.

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, sagði að öðru leyti hefðu engar meiðslaáhyggjur verið af íslensku leikmönnunum í vikunni.

Rúrik birti mynd á Twitter-síðu sinni í morgun sem sýndi að þeir Aron færðu ávallt rúmin sín saman í hótelherbergjum sínum. „Færum rúminn ávallt saman! Love/hate herbergisfélagasamband," skrifaði Rúrik en færsluna má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×