Enski boltinn

Gerrard hvetur til stillingar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Phtos / Getty Images
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að það sé engin ástæða til örvæntingar þrátt fyrir slæma byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool er aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni og mátti hafa fyrir því að komast upp úr forkeppni Evrópudeildar UEFA.

Þá náði félagið ekki að styrkja framlínu sína í félagaskiptaglugganum eins og forráðamenn liðsins hefðu viljað og varð það til þess að John Henry, eigandi Liverpool, ritaði opið bréf til stuðningsmanna liðsins til að skýra mál sitt.

„Það er erfitt að tapa knattspyrnuleikjum. En ég hef nægilega reynslu til að vita að það þýðir ekki að örvænta eftir aðeins þrjá leiki," sagði Gerrard við enska fjölmiðla.

„Við vorum frábærir gegn Manchester City og hefðum átt að vinna leikinn. Það var svo allt annað upp á teningnum gegn Arsenal. Þetta hafa verið erfiðar vikur en ég er þess fullviss að við getum komist á rétta braut."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×