Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Noregur 2-0 Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2012 13:08 Mynd/vilhelm Íslenska landsliðið í knattspyrnu byrjar með látum í undankeppni HM 2014 því Norðmenn voru lagðir að velli í Dalnum í kvöld. Fyrsti sigur Íslands á Noregi í 25 ár og einnig fyrsti sigur íslenska landsliðsþjálfarans, Lars Lagerbäck, á Noregi á hans langa ferli. Kári Árnason skoraði fyrra mark Íslands um miðjan fyrri hálfleik og varamaðurinn Alfreð Finnbogason tryggði íslenska sigur tíu mínútum fyrir leikslok. Loksins féllu hlutirnir með Íslandi í jöfnum leik gegn Norðmönnum. Norska liðið mætti töluvert betur stemmt til leiks en það íslenska. Átta mínútur liðu áður en leikmenn Íslands náðu fleiri en þremur sendingum manna á milli. Töluverð taugaveiklun einkenndi leik liðsins sem gekk illa að koma boltanum í átt að fremstu mönnum. Fyrir vikið réðu Norðmenn ferðinni en gekk sömuleiðis illa að skapa sér færi. Það besta fékk Moa Abdellaoue á 17. mínútu þegar skot hans úr teignum var vel varið af Hannesi Þór Halldórssyni. Íslenska liðið hélt þó andliti og refsaði þeim norsku á 21. mínútu. Langt innkast frá Aroni Einari Gunnarssyni fór alla leið inn á markteig Norðmanna. Espen Pettersen, markvörður Norðmanna, stóð stjarfur á línunni og horfði á Kára Árnason skófla boltanum yfir línuna. Gegn gangi leiksins en það hefur aldrei skipt máli. Markið setti Norðmenn útaf laginu og gaf okkar mönnum sjálfstraust. Á 34. mínútu tók Gylfi Þór Sigurðsson frábæra aukaspyrnu af um 35 metra færi þangað sem Kári var aftur mættur en í þetta skiptið setti Víkingurinn uppaldi boltann í stöngina. Kári varð skömmu síðar fyrir meiðslum og þurfti hann að fara af velli snemma í síðari hálfleik. Í hans stað kom fyrrum samherji hans hjá Djurgarden, Sölvi Geir Ottesen. Norðmenn voru aðgangsharðari fyrstu mínútur hálfleiksins án þess að skapa sér hættuleg færi. Rúrik átti fínt skot utan teigs sem var varið og Grétar Rafn fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og rétt framhjá norska markinu. Björn Helge Riise, sem var ósýnilegur í fyrri hálfleik, fékk gott færi eftir mistök hjá Bjarna Ólafi eftir stundarfjórðungsleik. Sem betur var Riise ískaldur og slakt skot hans úr teignum fór beint á Hannes í markinu. Riise var aftur á ferðinni um miðjan hálfleikinn þegar stórhættuleg fyrirgjöf hans stefndi í fjærhornið. Leikstjórinn Hannes Þór var sem betur fer vel á verði og sló boltann aftur fyrir. Vel gert hjá Hannesi sem var öruggur í öllum sínum aðgerðum í kvöld. Á 75. mínútu sló þögn á íslenska áhorfendur. Eftir aukaspyrnu John Arne Riise og baráttu í teig Íslands hafnaði boltinn hjá varamanninum Joshua King. Liðsmaður Manchester United hamraði boltann í netið en Íslandi til happs var réttilega dæmd rangstaða á Norðmann sem byrgði Hannes sýn í markinu. Tíu mínútum fyrir leikslok gerðu Íslendingar út um leikinn. Gylfi Þór Sigurðsson sendi frábæran bolta inn fyrir á varamanninn Alfreð Finnbogason. Sjóðheiti framherjinn gaf sér nægan tíma áður en hann sendi boltann þéttingsfast í nærhornið. Íslensku strákarnir fögnuðu markinu vel líkt og þeir átta þúsund áhorfendur sem héldu uppi góðri stemmningu í Laugardalnum í kvöld. Alfreð gerði réttmæta kröfu til vítaspyrnu skömmu síðar en fékk ekki. Í skyndisókn Norðmanna slapp Joshua King einn gegn Hannesi sem var snöggur af línu sinni og lokaði vel. Íslensku strákarnir sátu fullt djúpt síðustu mínútur leiksins og Joshua King átti hörkuskot í þverslána en okkar menn sluppu með skrekkinn. „Óle óle óle," sungu áhorfendur og gleðin var mikil þegar franskur flautuglaður dómari blés leikinn af. Íslenskur sigur staðreynd og kærkominn. Íslenska liðið á hrós skilið fyrir leik sinn. Liðið var seint í gagn en því til hróss gaf það fá færi á sér. Eftir að liðið komst yfir fékk liðið aukið sjálfstraust og var afar sterkt að fara marki yfir inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum voru Íslendingar sterkari aðilinn þótt nokkrum sinnum hafi hurð skollið nærri hælum við mark Íslands. Í öll þau skipti var Hannes Þór vel á verði í marki Íslands. Loksins hafði Ísland sigur í jöfnum leik gegn Norðmönnum. Draumabyrjun í undankeppninni staðreynd og útlitið gott fyrir næsta leik gegn Kýpur ytra. Alfreð Finnboga: Nýtti reiðina á jákvæðan hátt„Ég var harðákveðinn í að nýta þessar mínútur sem ég fékk og mér fannst ég gera það," sagði Alfreð Finnbogason sem kom af bekknum og tryggði Íslandi 2-0 sigur á Noregi með snyrtilegu marki. „Maður getur nýtt reiðina á margan hátt og mér fannst ég gera það á jákvæðan hátt," sagði Alfreð aðspurður hvort hann hefði verið reiður að litið var framhjá honum við valið á byrjunarliðinu. „Maður sá í vikunni hvernig þetta yrði. Að sjálfsögðu var ég brjálaður enda vill maður alltaf byrja hvort það sé hjá landsliði eða félagsliði. Þannig á þetta að vera og allir sem voru á bekknum eiga að vera brjálaðir á að vera ekki í fyrstu ellefu. En ég nýtti það á jákvæðan hátt," sagði Alfreð. Mark hans var einkar snyrtilegt. Frábærlega tímasett stungusending frá Gylfa gaf Alfreð heilmikinn tíma gegn markverði Norðmanna. Alfreð hélt ró sinni og renndi boltanum af öryggi í markið. „Þegar hlutirnir eru að ganga með þér þá ganga þeir með þér. Ég tók ákvörðun snemma að horfa á markvörðinn, fylgdist með hvar hann var staðsettur og náði að senda boltann framhjá fótunum á honum. Þeir vilja ekki fá hann þar," sagði Alfreð sem hefur verið iðinn við kolann undanfarna mánuði með félagsliðum sínum Alfreð gerði tilkall til vítaspyrnu skömmu síðar þegar hann fór fallega með boltann í vítateig Norðmanna og féll. „Hann kom inn í síðuna á mér og átti að vera víti samkvæmt mínum bókum," sagði Alfreð sem var nokkuð ánægður með leik liðsins. „Mér fannst við agaðir í okkar aðgerðum. Við vorum kannski ekki að skapa mikið en þeir ekki heldur. Við áttum tvö stangarskot og ef eitthvað var vorum við líklegri. Markið (innsk: hjá Kára) kom á góðum tíma fyrir okkur," sagði Alfreð. „Seinna markið drap líka leikinn. Þeir voru að henda öllum fram, komnir með tvo framherja svo markið gaf okkur andrými," sagði Alfreð sem er ákveðinn varðandi markmið Íslands. „Við sýndum að við ætlum okkur mikið í þessari keppni. Við viljum ekki bara vera með lengur. Við höfum spilað gegn þeim fjórum sinnum í síðustu keppnum og alltaf fundist við eiga eitthvað skilið. Leikurinn snýst um að fá úrslit. Við viljum breyta okkur úr liði sem á góða kafla í lið sem nær í góð úrslit," sagði Alfreð. Landsliðsmenn Íslands hafa oftar en einu sinni gengið í þá gildru að fagna góðum sigri fullgeyst. Stundum í miðbæ Reykjavíkur. Alfreð hefur engar áhyggjur af að slíkt hendi í kvöld. „Menn eru einbeittir. Við leggjum af stað sex í fyrramálið. Ég vona að þjóðin taki út gleðina fyrir okkur," sagði Alfreð léttur. Birkir: Strákarnir gera aðeins grín að mérBirkir Bjarnason brosti út að eyrum eftir sigurinn. Birkir er uppalinn í Noregi og hefur leikið þar lengst af ferlinum. Sigurinn var því sérstaklega sætur fyrir hann. „Auðvitað er gaman að vinna móti Noregi. Maður þekkir marga þarna, hef spilað með sumum og á móti öðrum. Það var svolítið spjall í gangi inni á vellinum," sagði Birkir Bjarnason sem átti fínan leik og horfir bjartsýnisaugum fram á veginn. „Þetta er mjög vel gert hjá þjálfarateyminu. Við erum mjög góður hópur og mér líst mjög vel á þetta," segir Birkir. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt hann, sem er að upplagi miðjumaður, sé látinn spila frammi hjá landsliðinu. „Þetta er voða svipað og maður reynir að gera það besta fyrir liðið," segir Birkir sem hefur bara gaman að því að vera „Norsarinnn" í íslenska landsliðinu. „Það er fínt. Strákarnir gera aðeins grín að mér en ég hef það mjög fínt." Aron Einar: Megum vera stoltir„Þetta var frábært. Við megum vera stoltir. Við vorum hrokafullir fyrir þennan leik. Það var taktíkin, láta vita af okkur og gera þetta almennilega. Ég held að við höfum gert það og megum vera stoltir af okkur sjálfum. Það er frábært að hafa fengið þjóðina með okkur í þetta, áhorfendur voru frábærir í kvöld og þetta er miklu skemmtilegra heldur en þetta hefur verið," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands í kvöld. „Byrjunin var erfið en við náðum að vinna okkur inn í leikinn með góðri vinnslu og pressu. Pressan hjá okkur var mjög góð og við náðum að stríða þeim það mikið að þeir réðu ekki við það. Aron Einar lagði upp fyrra markið með löngu innkasti sem fór yfir varnarlínu Noregs þar sem Kári Árnason var fyrstu að átta sig á stöðunni. „Ég man ekki eftir að hafa lagt upp mark með innkasti í landsleik áður, Þetta er handboltinn. „Við vorum búnir að æfa föstu leikatriðin vel. Við náðum góðri æfingu í það í gær í góðu veðri og það tókst að nýta það í kvöld," sagði Aron sem bætti við að Norðmenn komu íslenska liðinu ekkert á óvart. „Við vissum hverju við vorum að fara að mæta. Við höfum mætt þeim áður og vitum í hverju þeir eru sterkir og hvar þeir eru veikir. Þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hvað þeir fóru vel yfir þetta," sagði Aron að lokum. Gylfi: Gott að standa undir stóru orðunum„Við erum mjög sáttir. Þetta er búinn að vera langur undirbúningur og það er gott að fá þrjú stig og halda hreinu eftir kannski ekkert sérstaklega fallegan leik en það skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að fá þrjú stig og okkur tókst það í dag," sagði Gylfi Sigurðsson sem lagði upp seinna mark Íslands í kvöld. „Við vissum hvernig þeir vildu spila út frá vörninni. Þeir voru hættulegastir í föstum leikatriðum en miðverðirnir og markmaðurinn voru frábærir í dag. Þeir skölluðu allt í burtu og Hannes varði frábærlega í stöðunni 1-0. Þetta virkaði mjög vel og við erum mjög sáttir. „Ég spilaði framar á vellinum en ég er vanur en það skiptir engu máli. Ég reyni að hjálpa liðinu eins vel og ég get og þegar við vinnum 2-0 þá er manni nokkurn vegin sama hvar maður spilar. „Við höfum lært af því frá síðustu keppni hvernig er að vera yfir. Þar komumst við yfir á móti Noregi og duttum allt of mikið niður og þeir skoruðu tvö á okkur. Við höfum lært af því og erum reynslunni ríkari. „Við erum flestir mjög tæknilega góðir og við erum bestir í að spila boltanum og það gekk í dag. Þeir eru mjög sterkir frammi og þegar Hangeland kemur fram skapar alltaf hættu þannig að það var mjög gott að halda hreinu. „Við erum ánægðir í kvöld en förum svo að hugsa um leikinn á móti Kýpur úti. Það er langt ferðalag framundan. „Við þurfum núna þremur færri stigum en við þurfum í riðlinum og það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik eftir allan undirbúninginn og umfjöllunina í fjölmiðlum upp á síðkastið. Það var gott að standa undir stóru orðunum," sagði Gylfi að lokum. Hannes: Hápunktur ferilsins„Mér fannst við koma mjög kraftmiklir inn í þennan leik og spila vel sem ein heild. Það var ástríða í liðinu og menn börðust vel saman. Það skilar oft árangri," sagði Hannes Halldórsson markvörður Íslands í leikslok en Hannes varði í tvígang mjög vel í leiknum í stöðunni 1-0. „Við vorum þéttir en það er ekki hægt að ætlast til þess að það fari ekkert í gegn þegar maður spilar fyrir íslenska landsliðið. Það er alltaf eitthvað sem fer í gegn og þá þarf maður að vera á tánum en vörnin var mjög þétt í dag og leikmennirnir fyrir framan mig voru frábærir. „Fyrra markið kom á mjög góðum tíma. Mér leist ekkert á blikuna framan af. Þeir voru öflugir en við náðum að brjóta það niður með sterkum varnarleik og skora mark. Þá losnaði um allt og við keyrðum þetta í gang. „Við héldum kúlinu og héldum áfram að sækja og hleyptum þeim ekki of framarlega á völlinn. Það er lykillinn að þessu, að hafa ekki farið á taugum og reynt að verja þetta á vítateignum," sagði Hannes sem þurfti einu sinni að sækja boltann í netið en þá var réttilega dæmd rangstaða. „Það er þvaga fyrir framan mig, ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn standa en þeir dæma væntanlega á manninn sem stendur fyrir framan mig og byrgir mér sýn. Það er hárréttur dómur ef hann var fyrir innan því hann hafði áhrif á leikinn," sagði Hannes sem upplifði langþráðan draum með því að spila á nánast fullum Laugardalsvelli og halda hreinu. „Þetta var án nokkurs vafa hápunktur ferilsins hjá mér. Þetta var algjört draumakvöld fyrir mig að spila fyrir framan nánast fullt hús, vinna sigur og halda hreinu. Þetta er svona stund sem mann dreymir um að upplifa þegar maður er ungur. Þetta hleypir vonandi lífi í þetta og býr til aukna stemningu fyrir landsliðinu sem hefur verið í svolítilli lægð. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn í kvöld, hann er ómetanlegur," sagði Hannes að lokum. Emil: Áttum sigurinn skilinn„Við vildum þetta meira í kvöld. Við vorum allir baráttuglaðir og gáfum allt í þetta. Ég held að það hafi verið munurinn á liðunum í kvöld," sagði Emil Hallfreðsson ánægður að vonum eftir leikinn. „Þetta var jafnt þar til við skoruðum. Við vorum kannski smá stressaðir í byrjun en eftir að við skoruðum þá þorðum við að spila betur og fengum sjálfstraust í liðið. Við lékum mjög vel út hálfleikinn. Þeir pressuðu meira á okkur í seinni hálfleik en við náðum seinna markinu og það gerði gæfumuninn. „Við ætluðum alltaf að vera þéttir og vinna leikinn og þá megum við ekki fá mörk á okkur. Við urðum að vera þéttir og allir að gefa allt í þetta og það gekk eftir. Það gekk allt upp, við fengum þrjú stig og menn eru sáttir við það. „Ég er ótrúlega sáttur við að halda hreinu. Við sköpum okkur alltaf einhver færi, við erum með það góða menn frammi. Það þarf ekki nema tvö, þrjú færi til að vinna leiki og þó þetta hafi verið jafnt þá fannst mér við betri. Við vorum beittari og áttum sigurinn skilinn," sagði Emil að lokum. Grétar: Eins og að horfa á bíómynd aftur„Þetta gekk nákvæmlega eins og við settum leikinn upp. Við fengum þrjú stig, héldum hreinu og höfum núna haldið hreinu tvo landsleiki í röð. Það hefur líklega aldrei gerst áður. Leikurinn gekk nákvæmlega eins og við settum hann upp. Við vissum hvað Norðmenn ætluðu að gera og þetta var í rauninni eins og horfa á bíómynd aftur. Við vorum virkilega vel undirbúnir og eru leikmenn líklega komnir með leið á fundum en þegar leikurinn er búinn áttum við okkur á því af hverju fundirnir voru. Við komum vel undirbúnir til leiks og eigum sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Grétar Rafn Steinsson í leikslok. „Ég hef talið okkur vera sterkari en Norðmenn síðustu ár, í síðustu keppnum sem við höfum verið með þeim. Það var sætt að vinna þá núna og það með stæl. Það var greinilega hvort liðið var sterkara þó þeir hafi verið meira með boltann í seinni hálfleik. Þeir voru bara í því að setja háa og langa á okkur og að gera það á Sölva, Kára og Ragga er ekki það skynsamasta sem hægt er að gera og spilaðist leikurinn í hendurnar á okkur. Við vorum svo bara leiðinlegir, létum leikinn líða og lönduðum þremur stigum,“ sagði Grétar sem er strax farinn að hugsa um leikinn gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Ef við töpum fyrir Kýpur þá erum við aftur komnir á byrjunarreit og það er eins gott að allir undirbúi sig vel og geri sig klára og við náum einhverju út úr Kýpur leiknum. Kýpur er hörku lið og góða leikmenn. Það þarf allt að detta með okkur til að ná góðum úrslitum en það er allt hægt og þetta gæti verið byrjunin á einhverju góðu. „Stemningin var frábær en það kom smá á óvart að það væri ekki fullt hús miðað við hvað að var búið að byggja þennan leik rosalega mikið upp frá mánudegi en vonandi að fólk muni fjölmenn enn frekar í komandi landsleikjum,“ sagði Grétar að lokum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu byrjar með látum í undankeppni HM 2014 því Norðmenn voru lagðir að velli í Dalnum í kvöld. Fyrsti sigur Íslands á Noregi í 25 ár og einnig fyrsti sigur íslenska landsliðsþjálfarans, Lars Lagerbäck, á Noregi á hans langa ferli. Kári Árnason skoraði fyrra mark Íslands um miðjan fyrri hálfleik og varamaðurinn Alfreð Finnbogason tryggði íslenska sigur tíu mínútum fyrir leikslok. Loksins féllu hlutirnir með Íslandi í jöfnum leik gegn Norðmönnum. Norska liðið mætti töluvert betur stemmt til leiks en það íslenska. Átta mínútur liðu áður en leikmenn Íslands náðu fleiri en þremur sendingum manna á milli. Töluverð taugaveiklun einkenndi leik liðsins sem gekk illa að koma boltanum í átt að fremstu mönnum. Fyrir vikið réðu Norðmenn ferðinni en gekk sömuleiðis illa að skapa sér færi. Það besta fékk Moa Abdellaoue á 17. mínútu þegar skot hans úr teignum var vel varið af Hannesi Þór Halldórssyni. Íslenska liðið hélt þó andliti og refsaði þeim norsku á 21. mínútu. Langt innkast frá Aroni Einari Gunnarssyni fór alla leið inn á markteig Norðmanna. Espen Pettersen, markvörður Norðmanna, stóð stjarfur á línunni og horfði á Kára Árnason skófla boltanum yfir línuna. Gegn gangi leiksins en það hefur aldrei skipt máli. Markið setti Norðmenn útaf laginu og gaf okkar mönnum sjálfstraust. Á 34. mínútu tók Gylfi Þór Sigurðsson frábæra aukaspyrnu af um 35 metra færi þangað sem Kári var aftur mættur en í þetta skiptið setti Víkingurinn uppaldi boltann í stöngina. Kári varð skömmu síðar fyrir meiðslum og þurfti hann að fara af velli snemma í síðari hálfleik. Í hans stað kom fyrrum samherji hans hjá Djurgarden, Sölvi Geir Ottesen. Norðmenn voru aðgangsharðari fyrstu mínútur hálfleiksins án þess að skapa sér hættuleg færi. Rúrik átti fínt skot utan teigs sem var varið og Grétar Rafn fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og rétt framhjá norska markinu. Björn Helge Riise, sem var ósýnilegur í fyrri hálfleik, fékk gott færi eftir mistök hjá Bjarna Ólafi eftir stundarfjórðungsleik. Sem betur var Riise ískaldur og slakt skot hans úr teignum fór beint á Hannes í markinu. Riise var aftur á ferðinni um miðjan hálfleikinn þegar stórhættuleg fyrirgjöf hans stefndi í fjærhornið. Leikstjórinn Hannes Þór var sem betur fer vel á verði og sló boltann aftur fyrir. Vel gert hjá Hannesi sem var öruggur í öllum sínum aðgerðum í kvöld. Á 75. mínútu sló þögn á íslenska áhorfendur. Eftir aukaspyrnu John Arne Riise og baráttu í teig Íslands hafnaði boltinn hjá varamanninum Joshua King. Liðsmaður Manchester United hamraði boltann í netið en Íslandi til happs var réttilega dæmd rangstaða á Norðmann sem byrgði Hannes sýn í markinu. Tíu mínútum fyrir leikslok gerðu Íslendingar út um leikinn. Gylfi Þór Sigurðsson sendi frábæran bolta inn fyrir á varamanninn Alfreð Finnbogason. Sjóðheiti framherjinn gaf sér nægan tíma áður en hann sendi boltann þéttingsfast í nærhornið. Íslensku strákarnir fögnuðu markinu vel líkt og þeir átta þúsund áhorfendur sem héldu uppi góðri stemmningu í Laugardalnum í kvöld. Alfreð gerði réttmæta kröfu til vítaspyrnu skömmu síðar en fékk ekki. Í skyndisókn Norðmanna slapp Joshua King einn gegn Hannesi sem var snöggur af línu sinni og lokaði vel. Íslensku strákarnir sátu fullt djúpt síðustu mínútur leiksins og Joshua King átti hörkuskot í þverslána en okkar menn sluppu með skrekkinn. „Óle óle óle," sungu áhorfendur og gleðin var mikil þegar franskur flautuglaður dómari blés leikinn af. Íslenskur sigur staðreynd og kærkominn. Íslenska liðið á hrós skilið fyrir leik sinn. Liðið var seint í gagn en því til hróss gaf það fá færi á sér. Eftir að liðið komst yfir fékk liðið aukið sjálfstraust og var afar sterkt að fara marki yfir inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum voru Íslendingar sterkari aðilinn þótt nokkrum sinnum hafi hurð skollið nærri hælum við mark Íslands. Í öll þau skipti var Hannes Þór vel á verði í marki Íslands. Loksins hafði Ísland sigur í jöfnum leik gegn Norðmönnum. Draumabyrjun í undankeppninni staðreynd og útlitið gott fyrir næsta leik gegn Kýpur ytra. Alfreð Finnboga: Nýtti reiðina á jákvæðan hátt„Ég var harðákveðinn í að nýta þessar mínútur sem ég fékk og mér fannst ég gera það," sagði Alfreð Finnbogason sem kom af bekknum og tryggði Íslandi 2-0 sigur á Noregi með snyrtilegu marki. „Maður getur nýtt reiðina á margan hátt og mér fannst ég gera það á jákvæðan hátt," sagði Alfreð aðspurður hvort hann hefði verið reiður að litið var framhjá honum við valið á byrjunarliðinu. „Maður sá í vikunni hvernig þetta yrði. Að sjálfsögðu var ég brjálaður enda vill maður alltaf byrja hvort það sé hjá landsliði eða félagsliði. Þannig á þetta að vera og allir sem voru á bekknum eiga að vera brjálaðir á að vera ekki í fyrstu ellefu. En ég nýtti það á jákvæðan hátt," sagði Alfreð. Mark hans var einkar snyrtilegt. Frábærlega tímasett stungusending frá Gylfa gaf Alfreð heilmikinn tíma gegn markverði Norðmanna. Alfreð hélt ró sinni og renndi boltanum af öryggi í markið. „Þegar hlutirnir eru að ganga með þér þá ganga þeir með þér. Ég tók ákvörðun snemma að horfa á markvörðinn, fylgdist með hvar hann var staðsettur og náði að senda boltann framhjá fótunum á honum. Þeir vilja ekki fá hann þar," sagði Alfreð sem hefur verið iðinn við kolann undanfarna mánuði með félagsliðum sínum Alfreð gerði tilkall til vítaspyrnu skömmu síðar þegar hann fór fallega með boltann í vítateig Norðmanna og féll. „Hann kom inn í síðuna á mér og átti að vera víti samkvæmt mínum bókum," sagði Alfreð sem var nokkuð ánægður með leik liðsins. „Mér fannst við agaðir í okkar aðgerðum. Við vorum kannski ekki að skapa mikið en þeir ekki heldur. Við áttum tvö stangarskot og ef eitthvað var vorum við líklegri. Markið (innsk: hjá Kára) kom á góðum tíma fyrir okkur," sagði Alfreð. „Seinna markið drap líka leikinn. Þeir voru að henda öllum fram, komnir með tvo framherja svo markið gaf okkur andrými," sagði Alfreð sem er ákveðinn varðandi markmið Íslands. „Við sýndum að við ætlum okkur mikið í þessari keppni. Við viljum ekki bara vera með lengur. Við höfum spilað gegn þeim fjórum sinnum í síðustu keppnum og alltaf fundist við eiga eitthvað skilið. Leikurinn snýst um að fá úrslit. Við viljum breyta okkur úr liði sem á góða kafla í lið sem nær í góð úrslit," sagði Alfreð. Landsliðsmenn Íslands hafa oftar en einu sinni gengið í þá gildru að fagna góðum sigri fullgeyst. Stundum í miðbæ Reykjavíkur. Alfreð hefur engar áhyggjur af að slíkt hendi í kvöld. „Menn eru einbeittir. Við leggjum af stað sex í fyrramálið. Ég vona að þjóðin taki út gleðina fyrir okkur," sagði Alfreð léttur. Birkir: Strákarnir gera aðeins grín að mérBirkir Bjarnason brosti út að eyrum eftir sigurinn. Birkir er uppalinn í Noregi og hefur leikið þar lengst af ferlinum. Sigurinn var því sérstaklega sætur fyrir hann. „Auðvitað er gaman að vinna móti Noregi. Maður þekkir marga þarna, hef spilað með sumum og á móti öðrum. Það var svolítið spjall í gangi inni á vellinum," sagði Birkir Bjarnason sem átti fínan leik og horfir bjartsýnisaugum fram á veginn. „Þetta er mjög vel gert hjá þjálfarateyminu. Við erum mjög góður hópur og mér líst mjög vel á þetta," segir Birkir. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt hann, sem er að upplagi miðjumaður, sé látinn spila frammi hjá landsliðinu. „Þetta er voða svipað og maður reynir að gera það besta fyrir liðið," segir Birkir sem hefur bara gaman að því að vera „Norsarinnn" í íslenska landsliðinu. „Það er fínt. Strákarnir gera aðeins grín að mér en ég hef það mjög fínt." Aron Einar: Megum vera stoltir„Þetta var frábært. Við megum vera stoltir. Við vorum hrokafullir fyrir þennan leik. Það var taktíkin, láta vita af okkur og gera þetta almennilega. Ég held að við höfum gert það og megum vera stoltir af okkur sjálfum. Það er frábært að hafa fengið þjóðina með okkur í þetta, áhorfendur voru frábærir í kvöld og þetta er miklu skemmtilegra heldur en þetta hefur verið," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands í kvöld. „Byrjunin var erfið en við náðum að vinna okkur inn í leikinn með góðri vinnslu og pressu. Pressan hjá okkur var mjög góð og við náðum að stríða þeim það mikið að þeir réðu ekki við það. Aron Einar lagði upp fyrra markið með löngu innkasti sem fór yfir varnarlínu Noregs þar sem Kári Árnason var fyrstu að átta sig á stöðunni. „Ég man ekki eftir að hafa lagt upp mark með innkasti í landsleik áður, Þetta er handboltinn. „Við vorum búnir að æfa föstu leikatriðin vel. Við náðum góðri æfingu í það í gær í góðu veðri og það tókst að nýta það í kvöld," sagði Aron sem bætti við að Norðmenn komu íslenska liðinu ekkert á óvart. „Við vissum hverju við vorum að fara að mæta. Við höfum mætt þeim áður og vitum í hverju þeir eru sterkir og hvar þeir eru veikir. Þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hvað þeir fóru vel yfir þetta," sagði Aron að lokum. Gylfi: Gott að standa undir stóru orðunum„Við erum mjög sáttir. Þetta er búinn að vera langur undirbúningur og það er gott að fá þrjú stig og halda hreinu eftir kannski ekkert sérstaklega fallegan leik en það skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að fá þrjú stig og okkur tókst það í dag," sagði Gylfi Sigurðsson sem lagði upp seinna mark Íslands í kvöld. „Við vissum hvernig þeir vildu spila út frá vörninni. Þeir voru hættulegastir í föstum leikatriðum en miðverðirnir og markmaðurinn voru frábærir í dag. Þeir skölluðu allt í burtu og Hannes varði frábærlega í stöðunni 1-0. Þetta virkaði mjög vel og við erum mjög sáttir. „Ég spilaði framar á vellinum en ég er vanur en það skiptir engu máli. Ég reyni að hjálpa liðinu eins vel og ég get og þegar við vinnum 2-0 þá er manni nokkurn vegin sama hvar maður spilar. „Við höfum lært af því frá síðustu keppni hvernig er að vera yfir. Þar komumst við yfir á móti Noregi og duttum allt of mikið niður og þeir skoruðu tvö á okkur. Við höfum lært af því og erum reynslunni ríkari. „Við erum flestir mjög tæknilega góðir og við erum bestir í að spila boltanum og það gekk í dag. Þeir eru mjög sterkir frammi og þegar Hangeland kemur fram skapar alltaf hættu þannig að það var mjög gott að halda hreinu. „Við erum ánægðir í kvöld en förum svo að hugsa um leikinn á móti Kýpur úti. Það er langt ferðalag framundan. „Við þurfum núna þremur færri stigum en við þurfum í riðlinum og það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik eftir allan undirbúninginn og umfjöllunina í fjölmiðlum upp á síðkastið. Það var gott að standa undir stóru orðunum," sagði Gylfi að lokum. Hannes: Hápunktur ferilsins„Mér fannst við koma mjög kraftmiklir inn í þennan leik og spila vel sem ein heild. Það var ástríða í liðinu og menn börðust vel saman. Það skilar oft árangri," sagði Hannes Halldórsson markvörður Íslands í leikslok en Hannes varði í tvígang mjög vel í leiknum í stöðunni 1-0. „Við vorum þéttir en það er ekki hægt að ætlast til þess að það fari ekkert í gegn þegar maður spilar fyrir íslenska landsliðið. Það er alltaf eitthvað sem fer í gegn og þá þarf maður að vera á tánum en vörnin var mjög þétt í dag og leikmennirnir fyrir framan mig voru frábærir. „Fyrra markið kom á mjög góðum tíma. Mér leist ekkert á blikuna framan af. Þeir voru öflugir en við náðum að brjóta það niður með sterkum varnarleik og skora mark. Þá losnaði um allt og við keyrðum þetta í gang. „Við héldum kúlinu og héldum áfram að sækja og hleyptum þeim ekki of framarlega á völlinn. Það er lykillinn að þessu, að hafa ekki farið á taugum og reynt að verja þetta á vítateignum," sagði Hannes sem þurfti einu sinni að sækja boltann í netið en þá var réttilega dæmd rangstaða. „Það er þvaga fyrir framan mig, ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn standa en þeir dæma væntanlega á manninn sem stendur fyrir framan mig og byrgir mér sýn. Það er hárréttur dómur ef hann var fyrir innan því hann hafði áhrif á leikinn," sagði Hannes sem upplifði langþráðan draum með því að spila á nánast fullum Laugardalsvelli og halda hreinu. „Þetta var án nokkurs vafa hápunktur ferilsins hjá mér. Þetta var algjört draumakvöld fyrir mig að spila fyrir framan nánast fullt hús, vinna sigur og halda hreinu. Þetta er svona stund sem mann dreymir um að upplifa þegar maður er ungur. Þetta hleypir vonandi lífi í þetta og býr til aukna stemningu fyrir landsliðinu sem hefur verið í svolítilli lægð. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn í kvöld, hann er ómetanlegur," sagði Hannes að lokum. Emil: Áttum sigurinn skilinn„Við vildum þetta meira í kvöld. Við vorum allir baráttuglaðir og gáfum allt í þetta. Ég held að það hafi verið munurinn á liðunum í kvöld," sagði Emil Hallfreðsson ánægður að vonum eftir leikinn. „Þetta var jafnt þar til við skoruðum. Við vorum kannski smá stressaðir í byrjun en eftir að við skoruðum þá þorðum við að spila betur og fengum sjálfstraust í liðið. Við lékum mjög vel út hálfleikinn. Þeir pressuðu meira á okkur í seinni hálfleik en við náðum seinna markinu og það gerði gæfumuninn. „Við ætluðum alltaf að vera þéttir og vinna leikinn og þá megum við ekki fá mörk á okkur. Við urðum að vera þéttir og allir að gefa allt í þetta og það gekk eftir. Það gekk allt upp, við fengum þrjú stig og menn eru sáttir við það. „Ég er ótrúlega sáttur við að halda hreinu. Við sköpum okkur alltaf einhver færi, við erum með það góða menn frammi. Það þarf ekki nema tvö, þrjú færi til að vinna leiki og þó þetta hafi verið jafnt þá fannst mér við betri. Við vorum beittari og áttum sigurinn skilinn," sagði Emil að lokum. Grétar: Eins og að horfa á bíómynd aftur„Þetta gekk nákvæmlega eins og við settum leikinn upp. Við fengum þrjú stig, héldum hreinu og höfum núna haldið hreinu tvo landsleiki í röð. Það hefur líklega aldrei gerst áður. Leikurinn gekk nákvæmlega eins og við settum hann upp. Við vissum hvað Norðmenn ætluðu að gera og þetta var í rauninni eins og horfa á bíómynd aftur. Við vorum virkilega vel undirbúnir og eru leikmenn líklega komnir með leið á fundum en þegar leikurinn er búinn áttum við okkur á því af hverju fundirnir voru. Við komum vel undirbúnir til leiks og eigum sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Grétar Rafn Steinsson í leikslok. „Ég hef talið okkur vera sterkari en Norðmenn síðustu ár, í síðustu keppnum sem við höfum verið með þeim. Það var sætt að vinna þá núna og það með stæl. Það var greinilega hvort liðið var sterkara þó þeir hafi verið meira með boltann í seinni hálfleik. Þeir voru bara í því að setja háa og langa á okkur og að gera það á Sölva, Kára og Ragga er ekki það skynsamasta sem hægt er að gera og spilaðist leikurinn í hendurnar á okkur. Við vorum svo bara leiðinlegir, létum leikinn líða og lönduðum þremur stigum,“ sagði Grétar sem er strax farinn að hugsa um leikinn gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Ef við töpum fyrir Kýpur þá erum við aftur komnir á byrjunarreit og það er eins gott að allir undirbúi sig vel og geri sig klára og við náum einhverju út úr Kýpur leiknum. Kýpur er hörku lið og góða leikmenn. Það þarf allt að detta með okkur til að ná góðum úrslitum en það er allt hægt og þetta gæti verið byrjunin á einhverju góðu. „Stemningin var frábær en það kom smá á óvart að það væri ekki fullt hús miðað við hvað að var búið að byggja þennan leik rosalega mikið upp frá mánudegi en vonandi að fólk muni fjölmenn enn frekar í komandi landsleikjum,“ sagði Grétar að lokum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira