Enski boltinn

Ferguson sagður vilja kaupa Ronaldo

Arnar Björnsson skrifar
Ferguson og Ronaldo saman á blaðamannafundi árið 2009.
Ferguson og Ronaldo saman á blaðamannafundi árið 2009. Nordic Photos / Getty Images
Sunday Mirror greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson ætli að leita eftir stuðningi stjórnar Manchester United um að kaupa Portúgalann Cristiano Ronaldo sem félagið seldi til Real Madrid á 80 milljónir punda fyrir þremur árum.

Ronaldo er sagður ókátur í vistinni á Spáni og finnst hann ekki njóta sannmælis hjá samherjum sínum.

Mirror segir að nú reyni á eigendur United því hingað til hafi knattspyrnustjórinn ætíð fengið sínu framgengt.

Daily Mail segir að stjórn Real og Ronaldo ætli að gefa út sameiginlega yfirlýsingu um að leikmaðurinn sé kátur hjá félaginu.

Ronaldo er ekki á neinum lúsarlaunum hjá Real sem skuldbindur sig til að greiða skatta leikmannsins. Hann er samningsbundinn til ársins 2015 en geri hann nýjan samning þarf hann að borga 52ja prósenta skatt.

Þegar David Beckham gékk í raðir Real Madríd slapp hann við að borga skatt og Ronaldo naut þess þegar hann samdi við spænska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×