Fótbolti

Terry frá vegna ökklameiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry á æfingu enska landsliðsins.
John Terry á æfingu enska landsliðsins. Nordic Photos / AFP
John Terry verður ekki með enska landsliðinu þegar það mætir Úkraínu á Wembley-leikvanginum á þriðjudagskvöldið.

Terry haltraði af velli undir lok leiks Englands gegn Moldóvu á föstudaginn. Roy Hodgson, þjálfari Englands, var þá búinn að nota allar skiptingar sínar í leiknum sem hans menn unnu örugglega, 5-0.

Það var svo ákveðið í dag að Terry myndi ekki ná sér góðum fyrir leikinn á þriðjudag og mun hann því missa af leiknum, rétt eins og Ashley Cole sem einnig er meiddur. Þeir eru liðsfélagar hjá Chelsea.

Gary Cahill, sem einnig leikur með Chelsea, verður líklega í byrjunarliði Englands í stað Terry og spilar við hlið Joleon Lescott í vörninni. Þó er ekki útilokað að Phil Jagielka taki stöðu Terry í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×