Enski boltinn

Bellamy enn í sárum eftir fráfall Speed

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Craig Bellamy hefur greint frá því að hann eigi afar erfitt uppdráttar eftir fráfall Gary Speed á síðasta ári og að það hafi til að mynda valdið erfiðleikum í hjónabandi sínu.

Þetta sagði hann í viðtali sem birtist í Sunday Mirror í dag. „Það eina sem ég veit er að besti vinur minn er farinn. Það er erfitt fyrir mig," sagði Bellamy.

Speed fannst látinn á heimili sínu í fyrra. Hann virtist hafa fyrirfarið sér en það tókst ekki að færa fyrir því óyggjandi rök að hann hafi ætlað sér að taka eigið líf.

„Þetta hefur haft áhrif á allt mitt líf. Ég trúi því bara ekki hversu erfitt þetta hefur verið. Hann var minn allra besti vinur. Það er leitt að segja frá því en þetta hafði áhrif á hjónabandið mitt," sagði Bellamy sem flutti frá eiginkonu sinni og þremur börnum.

„Ég er hér og hún er þar. Ég veit ekki hvort sambandið er búið. Ég á erfitt með að lýsa því hversu erfitt þetta er. Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað í mínu lífi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×