Fótbolti

Zlatan byrjaður að slást við liðsfélagana í PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Svíinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir lenda upp á kant í samskiptum sínum við liðsfélagana og það tók hann ekki langan tíma að búa til vandræði hjá franska félaginu Paris Saint-Germain.

Franska blaðið Le Parisien greindi frá því að Zlatan og Brasilíumanninum Nene hafi lent saman á æfingu PSG þannig að aðrir leikmenn liðsins þurftu að ganga á milli þeirra.

Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í fyrsta deildarleiknum sínum með PSG á þessu tímabili en PSG er búið að gera markalaust jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Ajaccio og Bordeaux. Zlatan missti af fyrri leiknum vegna meiðsla en spilaði allan síðasta leik.

PSG er aðeins í tólfta sæti deildarinnar sem er afar döpur frammistaða miðað við mannskap og þá peninga sem er búið leggja inn í félagið af eigendunum frá Katar.

Zlatan gæti svo sem líka verið pirraður út í Nene fyrir að gefa ekki eftir tíuna hjá PSG en Zlatan spilar því í treyju númer 18.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×