Enski boltinn

Adam skrifaði undr fjögurra ára samning við Stoke

Adam með nýja búninginn.
Adam með nýja búninginn. mynd/twitter
Stoke City er búið að kaupa Charlie Adam frá Liverpool. Adam skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið en lengd samningsins var ekki gefin upp.

"Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið að leita að mönnum sem skora mörk eða leggja þau upp. Það er því frábært að hafa fengið Charlie til okkar," sagði Tony Pulis, stjóri Stoke.

"Ég efast ekkert um að hann muni bæði leggja upp mörk sem og skora þau fyrir okkur. Hann skoraði tólf mörk fyrir Blackpool í úrvalsdeildinni fyrir tveim árum."

Adam var aðeins eitt ár hjá Liverpool en miklar vonir voru bundnar við leikmanninn er hann var keyptur frá Blackpool. Hann stóð ekki undir þeim væntingum.

"Þetta félag er á uppleið og það verður gaman að taka þátt í þessu verkefni. Vonandi get ég hjálpað félaginu að verða enn betra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×