Enski boltinn

Park lánaður til Celta Vigo

Sayonara. Park hefur lokið keppni á Emirates í bili.
Sayonara. Park hefur lokið keppni á Emirates í bili.
Suður-Kóreumaðurinn Park Chu-young hefur verið lánaður frá Arsenal til spænska félagsins Celta Vigo.

Lánstíminn er eitt ár en Kóreubúinn hefur ekki staðið undir væntingum hjá enska félaginu.

Þessi 27 ára gamli leikmaður kom aðeins við sögu í sex leikjum Arsenal á síðustu leiktíð en félagið fékk hann frá Monaco.

Fari svo að hann standi sig á Spáni er ekki útilokað að spænska félagið kaupi hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×