Enski boltinn

Berbatov búinn að semja við Fulham

Berbatov hefur verið hressari.
Berbatov hefur verið hressari. mydn/twitter
Eftir mikið japl, jaml og fuður er loksins orðið ljóst að Dimitar Berbatov verður leikmaður Fulham í vetur. Félagið hefur staðfest þessar fréttir. Búlgarinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Berbatov hefur verið mikið í fréttum síðustu daga. Fyrst var hann á leiðinni til Fiorentina en síðan breyttist það skyndilega í Juventus.

Þá var hann á leið í Fulham og þegar allt virtist vera orðið klappað og klárt þar kom orðrómur um að Tottenham vildi fá hann aftur.

Fulham hafði þó betur á endanum og þar verður Búlgarinn í vetur en hann var líkast til orðinn þreyttur á því að sitja á bekknum hjá Man. Utd þar sem hann átti enga framtíð lengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×