Innlent

Talið að maður hafi fallið af sjöttu hæð húss

GS skrifar
Karlmaður slasaðist alvarlega þegar hann féll fram af svölum háhýsis við Lautasmára í Kópavogi snemma á ellefta tímanum í morgun. Hann var hálf meðvitundarlaus þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang og er nú búið að flytja hann á slysadeild. Talið er að maðurinn hafi jafnvel fallið af sjöttu hæð, en málið er í frumrannsókn og því ekki nánar vitað um tildrög slyssins á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×