Innlent

Mál Snorra í Betel minnir á Pussy Riot

BBI skrifar
Mynd/Pjetur

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, líkir dómnum í Rússlandi þar sem stúlkurnar þrjár úr pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára fangelsi við brottvikningu Snorra í Betel úr kennarastarfi á Akureyri í nýjum pistli á bloggsíðu sinni.

Snorri hafði verði gagnrýndur fyrir skoðanir sínar á samkynhneigð sem hann telur synd. Í sumar var honum vikið úr starfi vegna þeirra.

Í pistli sínum segir Kristinn að tjáningarfrelsi sé mikilvægast fyrir minnihlutahópa og að það sé gróf aðför að Snorra að svipta hann atvinnu vegna skoðana hans á almennu þjóðfélagsmáli. Málin séu hvort fyrir sig aðför að tjáningarfrelsi.

Hér má lesa pistilinn í heild.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×