Hvað skal gera ef barnið kemur að innbroti á heimili sínu 23. ágúst 2012 11:58 Sjóvá hefur gefið út leiðbeiningar fyrir foreldra og börn varðandi atriði eins og þjófnað, öryggi fatnaðar og fleira. Það er Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá sem bendir á nokkur góð ráð nú í skólabyrjun. Hér fyrir neðan má kynna sér ráðin. Er leiðin í skólann örugg? • Gakktu með barninu í skólann og kenndu því að fara öruggustu leiðina. • Farðu yfir umferðarreglurnar með barninu. • Talaðu við barnið um hugsanlegar hættur á leiðinni. • Ef barnið þarf að fara yfir götu þá þarf að kenna því að gera það á öruggan hátt. • Talaðu við barnið þitt um hvar má fara yfir götu. • Legðu að barninu að fara yfir götu á gangbrautum og nota umferðarljós. • Mundu að yngri börn geta ekki metið umferðarhraða á sama hátt og fullorðnir. Þau misreikna því fjarlægðir og er hættara við að lenda í slysum. Hvernig fer barnið í skólann? • Kannaðu hvort barnið megi koma í skólann á reiðhjóli og hvort nota megi hjól á skólalóðinni. • Ítrekaðu fyrir barninu að hjóla á gangstígum, ekki götunni. • Samkvæmt lögum þá eiga börn að nota hjálm á reiðhjólum þar til þau eru 15 ára. • Farðu yfir ástand hjálmsins og stilltu hann vel á höfuð barnsins. • Á www.sjova.is er að finna upplýsingar um rétta stillingu reiðhjólahjálma. • Minntu barnið á að læsa hjólinu. • Reiðhjól eiga að vera útbúin með ljósi að framan og með gliti að aftan. • Þú sem foreldri verður að stjórna því að börn séu ekki að fara á reiðhjólum í skólann þegar myrkur er á morgnana og allra veðra er von. • Ef þú ekur barninu í skólann, passaðu þig þá á að setja það út við gangstétt eða göngustíg, ekki á miðju bílaplani eða út í umferð. • Notaðu alltaf viðeigandi öryggisbúnað sem hentar þyngd og stærð barnsins þegar farið er í bíl í skólann, líka þótt vegalengdin sé stutt. Endurskinsmerki og fatnaður • Saumaðu, límdu eða festu endurskinsmerki í jakka, úlpur og skólatöskur barna þinna ef slíkt er ekki til staðar. • Farðu yfir það reglulega yfir veturinn hvort endurskinsmerkin séu á sínum stað. • Fjarlægðu allar reimar og lykkjur úr fatnaði barna, sérstaklega ef slíkt er í hálsmáli fatnaðar. • Styttið böndin í léttum bakpokum og brýnið fyrir börnum að vefja þeim ekki um hálsinn á sér. SKÓLINN BYRJAR- Lyklabörn • Geymdu aukalykla hjá nágrönnum eða bekkjarfélögum ef það er hægt. • Farðu yfir það með barninu hvað það á að gera ef það gleymir lyklum og er læst úti. · Aldrei má geyma lykla undir mottunni · Brýndu fyrir börnum og unglingum á heimilinu að loka vel gluggum þegar farið er að heiman. Innbrot – hvað á barnið þitt að gera Mörg börn koma heim á undan öðrum í fjölskyldunni og því skiptir máli að kenna þeim rétt viðbrögð ef þau telja að brotist hafi verið inn heima hjá ykkur. • Ekki fara inn ef þú kemur heim og gluggi er brotinn eða útidyrahurðin opin og þú veist að enginn á að vera heima. Haltu ró þinni, ekki leika hetju, þú veist ekki hversu margir þjófarnir eru eða í hvaða ástandi þeir eru. • Hringdu á hjálp ef þú ert með síma. • Það er alltaf hægt að hringja í 1-1-2, líka þegar þú átt ekki inneign. • Ef þú ert ekki með síma farðu þá til nágrannans eða vinar og biddu hann að hringja á lögregluna eða aðstoða þig. • Ef þú sérð bíl eða manneskju fara af vettvangi reyndu þá að taka niður númer bílsins og/eða leggja á minnið útlit bíls eða einstaklings, jafnvel taka mynd á símann. Reglur um útivistartíma 1. september til 1. maí. • Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. • Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. • Börnum yngri en 14 ára er ekki heimill aðgangur að leiktækjastöðum nema í fylgd með forráðamönnum. Þjófnaðir Sjóvá minnir foreldra og forráðamenn barna á að verðmæti eins og iPod og fartölvur fást sjaldan að fullu bætt sé þeim stolið úr skólanum. • Brýnið fyrir börnum að gæta vel að verðmætum ef þau eru tekin með í skólann. • Ekki er ráðlagt að geyma síma eða iPod í úlpum á gangi eða í ólæstum hirslum. • Skólar tryggja almennt ekki persónulegan búnað nemenda á borð við fartölvur. • Hægt er að kaupa sérstaka fartölvutryggingu. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sjóvá hefur gefið út leiðbeiningar fyrir foreldra og börn varðandi atriði eins og þjófnað, öryggi fatnaðar og fleira. Það er Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá sem bendir á nokkur góð ráð nú í skólabyrjun. Hér fyrir neðan má kynna sér ráðin. Er leiðin í skólann örugg? • Gakktu með barninu í skólann og kenndu því að fara öruggustu leiðina. • Farðu yfir umferðarreglurnar með barninu. • Talaðu við barnið um hugsanlegar hættur á leiðinni. • Ef barnið þarf að fara yfir götu þá þarf að kenna því að gera það á öruggan hátt. • Talaðu við barnið þitt um hvar má fara yfir götu. • Legðu að barninu að fara yfir götu á gangbrautum og nota umferðarljós. • Mundu að yngri börn geta ekki metið umferðarhraða á sama hátt og fullorðnir. Þau misreikna því fjarlægðir og er hættara við að lenda í slysum. Hvernig fer barnið í skólann? • Kannaðu hvort barnið megi koma í skólann á reiðhjóli og hvort nota megi hjól á skólalóðinni. • Ítrekaðu fyrir barninu að hjóla á gangstígum, ekki götunni. • Samkvæmt lögum þá eiga börn að nota hjálm á reiðhjólum þar til þau eru 15 ára. • Farðu yfir ástand hjálmsins og stilltu hann vel á höfuð barnsins. • Á www.sjova.is er að finna upplýsingar um rétta stillingu reiðhjólahjálma. • Minntu barnið á að læsa hjólinu. • Reiðhjól eiga að vera útbúin með ljósi að framan og með gliti að aftan. • Þú sem foreldri verður að stjórna því að börn séu ekki að fara á reiðhjólum í skólann þegar myrkur er á morgnana og allra veðra er von. • Ef þú ekur barninu í skólann, passaðu þig þá á að setja það út við gangstétt eða göngustíg, ekki á miðju bílaplani eða út í umferð. • Notaðu alltaf viðeigandi öryggisbúnað sem hentar þyngd og stærð barnsins þegar farið er í bíl í skólann, líka þótt vegalengdin sé stutt. Endurskinsmerki og fatnaður • Saumaðu, límdu eða festu endurskinsmerki í jakka, úlpur og skólatöskur barna þinna ef slíkt er ekki til staðar. • Farðu yfir það reglulega yfir veturinn hvort endurskinsmerkin séu á sínum stað. • Fjarlægðu allar reimar og lykkjur úr fatnaði barna, sérstaklega ef slíkt er í hálsmáli fatnaðar. • Styttið böndin í léttum bakpokum og brýnið fyrir börnum að vefja þeim ekki um hálsinn á sér. SKÓLINN BYRJAR- Lyklabörn • Geymdu aukalykla hjá nágrönnum eða bekkjarfélögum ef það er hægt. • Farðu yfir það með barninu hvað það á að gera ef það gleymir lyklum og er læst úti. · Aldrei má geyma lykla undir mottunni · Brýndu fyrir börnum og unglingum á heimilinu að loka vel gluggum þegar farið er að heiman. Innbrot – hvað á barnið þitt að gera Mörg börn koma heim á undan öðrum í fjölskyldunni og því skiptir máli að kenna þeim rétt viðbrögð ef þau telja að brotist hafi verið inn heima hjá ykkur. • Ekki fara inn ef þú kemur heim og gluggi er brotinn eða útidyrahurðin opin og þú veist að enginn á að vera heima. Haltu ró þinni, ekki leika hetju, þú veist ekki hversu margir þjófarnir eru eða í hvaða ástandi þeir eru. • Hringdu á hjálp ef þú ert með síma. • Það er alltaf hægt að hringja í 1-1-2, líka þegar þú átt ekki inneign. • Ef þú ert ekki með síma farðu þá til nágrannans eða vinar og biddu hann að hringja á lögregluna eða aðstoða þig. • Ef þú sérð bíl eða manneskju fara af vettvangi reyndu þá að taka niður númer bílsins og/eða leggja á minnið útlit bíls eða einstaklings, jafnvel taka mynd á símann. Reglur um útivistartíma 1. september til 1. maí. • Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. • Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. • Börnum yngri en 14 ára er ekki heimill aðgangur að leiktækjastöðum nema í fylgd með forráðamönnum. Þjófnaðir Sjóvá minnir foreldra og forráðamenn barna á að verðmæti eins og iPod og fartölvur fást sjaldan að fullu bætt sé þeim stolið úr skólanum. • Brýnið fyrir börnum að gæta vel að verðmætum ef þau eru tekin með í skólann. • Ekki er ráðlagt að geyma síma eða iPod í úlpum á gangi eða í ólæstum hirslum. • Skólar tryggja almennt ekki persónulegan búnað nemenda á borð við fartölvur. • Hægt er að kaupa sérstaka fartölvutryggingu.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira