Fótbolti

Norður-Kórea vann Argentínu 9-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kim Un-Hwa fagnar einu fimm marka sinna.
Kim Un-Hwa fagnar einu fimm marka sinna. Mynd/Nordic Photos/Getty
Norður-Kórea er með frábært lið hjá undir 20 ára konum eins og þær sýndu í risasigri á stöllum sínum frá Argentínu á HM 20 ára og yngri sem nú stendur yfir í Japan. Norður-Kórea fylgdi á eftir 4-2 sigri á Noregi í fyrsta leik með því að vinna Argentínu 9-0 en þetta er stærsti sigur í úrslitakeppninni HM 20 ára kvenna frá upphafi.

Hin 19 ára gamla Kim Un-Hwa skoraði fimm markanna þar af þrjú þeirra á síðustu 15 mínútunum í fyrri hálfleik en Norður-Kórea var 7-0 yfir í hálfleik. Kim Su-Gyong var með þrennu í leiknum og Yun Hyon-H skoraði fyrsta mark leiksins. Argentínska liðið var samt þrátt fyrir allt meira með boltann í þessum leik en aðeins eitt skot þeirra fór á markið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Norður-Kórea teflir fram sterkur 20 ára liði kvenna en Norður-Kórea vann þessa keppni 2006 og fékk silfur fyrir fjórum árum.

Kim Un Hwa skoraði eitt í sigrinum á Noregi og er því komin með sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir tvo sigra þar Norður-Kórea enn

„Mínir leikmenn eru vissulega í betri formi en þær argentínsku en aðalástæðan fyrir þessum sigri var þó að þær gerðu nákvæmlega það sem ég lagði upp með," sagði Sin Ui Gun, þjálfari Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×