Innlent

Á bleiku skýi á Selfossi

Frá Selfossi í dag.
Frá Selfossi í dag. mynd/DFS.is/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Delludagurinn stendur nú yfir á Selfossi en hann er í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Þá sýna ökumenn ýmsa hæfileika sína í nokkrum þrautum.

Ökusýningin fer fram í Hrísmýrinni þar sem fjöldi fólks er saman kominn. Mesta athygli vakti spólukeppnin en það er sú tignarlega list að spóla eins og mikið og hægt er og mynda eins þykkan reykjarmökk og mögulegt er.

Fréttavefurinn DFS.is greinir frá því að einn ökumaðurinn hafi verið á sérútbúnum dekkjum sem framkölluðu bleikan reyk. Uppskar hann mikið lófaklapp áhorfenda. Á tímabili yfirtók bleikt reykský Suðurlandsveg en það tók þó fljótt af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×