Innlent

Emma Watson elskar Of Monsters and Men

Emma Watson dýrkar Of Monsters and Men, Sóley og Ólaf Arnalds.
Emma Watson dýrkar Of Monsters and Men, Sóley og Ólaf Arnalds.
Emma Watson er stödd hér á landi við tökur á myndinni Noah í leikstjórn Darren Aronofsky eins og flestum ætti að vera kunnugt. Hún hefur verið dugleg að segja vinum sínum á samskiptasíðunni Twitter frá dvöl sinni hér á landi. Nýjasta "tístið" hennar snýr að íslensku tónlistarfólki. Nú síðdegis sagðist hún dýrka Of Monsters and Men, Sóley og Ólaf Arnalds og við þetta setur hún merkið "#goiceland".

Í síðustu viku sagði hún frá því þegar hún fór í Háskólabíó og horfði á nýjustu mynd Woody Allen, To Rome with love. Hún skildi þó ekki mikið því myndin var á ítölsku og með íslenskum texta. Leikkonan er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Harry Potter-myndunum.

Twitter-síða Emmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×