Innlent

Réðust á leigubílstjóra

GS skrifar
Tveir karlmenn réðust á leigubílstjóra í austurborginni í gærkvöldi og veittu honum áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild en reyndist ekki alvarlega meiddur. Mennirnir höfðu tekið sér far með bílnum, en þegar komið var á ákvörðunarstað sögðust þeir ekki eiga fyrir farinu, og réðust á bílstjórann. Hann telur að þeir hafi verið undir áhrifum fíkniefna, en af skeyti frá lögreglu má ráða að þeir hafi komist undan og séu ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×