Innlent

Breiðholtshrottar áfram í gæsluvarðhaldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn sem ráðist var á bjó í Breiðholti.
Maðurinn sem ráðist var á bjó í Breiðholti.
Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á karlmann í Breiðholti þann 6. júlí í sumar, svipt hann frelsi, hótað honum ofbeldi og neytt hann til að millifæra hátt í fimm hundruð þúsund krónur yfir á bankareikning þeirra. Mennirnir munu sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli þeirra, en þó ekki lengur en til sjöunda september. Rannsókn lögreglu á brotum mannanna er lokið og nú er niðurstöðu Ríkissaksóknara beðið varðandi það hvort gefin verði út ákæra í máli þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×