Innlent

Vísbendingar um að makríll hryggni í íslenski lögsögu

GS skrifar
Sterkar vísbendingar úr fjölþjóðlegum makrílleiðangri benda til þess að makríll sé farinn að hryggna og alast upp í íslenskri lögsögu, sem væntanlega styrkir samningsstöðu okkar í makríldeilunni í framtíðinni.

Auk íslenskra vísindamanna tóku Færeyingar og Norðmenn þátt í leiðangrinum og verður sameiginleg niurstaða birt í lok mánaðarins. En fyrstu niðurstöður úr íslenska hluta leiðangursins eru að vart varð við makríl á fyrsta aldursári á tveimur stöðum djúpt út af Suðvesturlandi, sem bwendir til að þeir fiskar hafi komið úr klaki við Ísland, sem væntanlega mun styrkja stöðu Íslendinga verulega í samningum um makrílkvótann í framtíðinni. Janframt að magn makríls á Íslandsmiðum nú er álíka mikið og verið hefur síðastlilðin tvö ár, en nokkur áraskipti eru á útbreisðlu eftir einstaka svæðum innan lögsögunnar.

Makrílaflinn í íslenskri lögsögu í ár losar nú hundrað þúsund tonn, en kvótinn er liðlega 145 þúsund tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×