Innlent

Tilraunaborunum lokið á Bakka

Frá Bakka.
Frá Bakka. mynd/ vilhelm.
Undanfarna daga hafa staðið yfir boranir í landi Húsavíkur vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar orkufreks iðnaðar á Bakka. Fjallað er um málið á fréttavefnum 640.is.

Segir þar að verkfræðistofan Efla og Vegagerðin standi að þessum jarðfræðirannsóknum og er tilgangurinn að kanna undirlag fyrir annarsvegar verksmiðju þýska kísilmálmframleiðandans PCC svo og iðnaðarveg og göng sem tengja saman hafnarsvæðið og iðnaðarlóðina á Bakka.

Vegagerð ríkisins stendur fyrir borunum vegna iðnaðarvegar og ganga undir Húsavíkurhöfða. En eftir á að grafa tvær til þrjár holur. Niðurstöður vegna þeirra eiga að liggja fyrir í september.



Borunum á fyrirhugaðri lóð PCC er lolkið í bili en sveitarfélagið Norðurþing á í samningaviðræðum við PCC.

Gert er ráð fyrir að fyrirtækinu verði úthlutuð um 20 hektara lóð innan skilgreinds iðnaðarsvæðis í sveitarfélaginu Norðurþingi og að orkunnar sem þarf til framleiðslunnar verði aflað frá virkjunum á háhitasvæðinu í Þingeyjarsýslum.

Lóðinni hefur enn ekki verið úthlutað en Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri hjá Norðurþingi, segir í viðtali við 640.is að viðræður gangi vel sem og viðræður um hafnaraðstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×