Innlent

Bátur varð aflvana við Eldey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Oddur V. Gíslason er á leið til bjargar.
Oddur V. Gíslason er á leið til bjargar.
Tvö hundruð tonna bátur með sjö manns um borð fékk veiðarfæri í skrúfuna og missti við það vélarafl fyrr í dag. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, Oddur V. Gíslason, og björgunarbáturinn Árni í Tungu eru nú á leið til aðstoða bátinn sem er við Eldey.

Talið er að bátinn reki upp í Eldey og er því lagt kapp á að komast á staðinn sem fyrst. Tekur það björgunarskipin um klukkustund að sigla þessa leið.

Haft hefur verið samband við bát sem er á svæðinu og mun hann bregðast við ef þurfa þykir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×