Enski boltinn

Fabrice Muamba leggur skóna á hilluna

Fabrice Muamba leikur ekki fleiri leiki sem atvinnumaður í fótbolta.
Fabrice Muamba leikur ekki fleiri leiki sem atvinnumaður í fótbolta. Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Fabrice Muamba mun ekki leika fleiri fótboltaleik á ferlinum en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Muamba er aðeins 24 ára gamall og hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands. Hann varð fyrir því að hjarta hans stöðvaðist í leik vetur með Bolton og stóð endurlífgun yfir í 78 mínútur.

Í viðtali sem birt var á heimasíðu Bolton segir Muamba að hann hafi farið eftir ráðleggingum lækna. „Ég fór til Belgíu þar sem ég hitti hjartasérfræðing. Ég hafði vonast til þess að fá aðra niðurstöðu og ég verð að taka þá ákvörðun að hætta sem atvinnumaður í fótbolta. Ég elska þessa íþrótt og tel mig heppinn að hafa fengið að leika við þá allra bestu," segir Muamba m.a. í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×