Ný aðferð í lestrarkennslu gæti bætt lesskilning barna BBI skrifar 15. ágúst 2012 14:53 Mynd/Getty Ný aðferð í lestrarkennslu grunnskólabarna hefur smátt og smátt verið að ryðja sér til rúms á landinu. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og felur í sér annars konar nálgun en áður tíðkaðist í lestrarkennslu. Sífellt fleiri skólar leggja aðferðina til grundvallar og nú í ár bætast fjórir skólar í hópinn á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 174 grunnskólum sem eru á landinu hafa yfir 70 þeirra tekið upp tæknina á síðustu árum. Rósa Eggertsdóttir, íslenskufræðingur, segir að nú sé yfirlýst stefna t.d. Reykjavíkurborgar að allir skólar á höfuðborgarsvæðinu muni taka þátt í verkefninu. Tæknin var þróuð á vegum Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu. Aðferðin hefur vakið töluverða athygli og Rósa var meðal annars tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Háskóla Íslands síðasta vetur fyrir verkefnið.Rósa Eggertsdóttir.MyndAðferðin felur í sér nýja nálgun í lestrarkennslu ungra barna. Rósa telur að aðferðin verði til bóta hvað lesskilning ungra barna varðar, en að undanförnu hafa borist fréttir um að lesskilningur íslenskra ungmenna sé afar bágborinn. „Markmiðið er að börn geti tjáð sig betur og náð dýpri tengslum við það sem þau lesa," segir Rósa. Rósa segir að í aðferðinni felist róttæk breyting á lestrarkennslu eins og hún tíðkast á Íslandi. „Hljóðkerfið sem við styðjumst við núna er margra áratuga gamalt. Síðan þá hafa farið fram svo miklar rannsóknir á læsi að tímarnir eru tæplega sambærilegir," segir hún. Til að skýra hvað felst í aðferðinni í stórum dráttum tekur Rósa dæmi: Við notumst við eina bók í senn, tökum sem dæmi Palli var einn í heiminum. Til að byrja með lesum við bókina fyrir börnin og ræðum svo um hana. Þannig tryggjum við að allir í bekknum skilji um hvað sagan fjallar áður en þeir fara að rembast við að lesa hana. Svo veljum við ákveðin orð í bókinni sem við fjöllum nánar um, tökum út tiltekna stafi og kennum þá. Þannig lenda börnin aldrei í að skilja ekki hvað þau eru að lesa og læra um leið tæknina á bak við lestur. Rósa hefur unnið með aðferðina Byrjendalæsi frá árinu 2004. Sífellt fleiri skólar taka þátt í verkefninu sem Háskólinn á Akureyri heldur utan um og bera aðferðinni vel söguna. Hún vekur stöðugt meiri athygli og nú er að fara í gang þriggja ára rannsókn á fyrirbærinu á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þar verður meðal annars rannsakað hvort aðferðin gefur góða raun. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ný aðferð í lestrarkennslu grunnskólabarna hefur smátt og smátt verið að ryðja sér til rúms á landinu. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og felur í sér annars konar nálgun en áður tíðkaðist í lestrarkennslu. Sífellt fleiri skólar leggja aðferðina til grundvallar og nú í ár bætast fjórir skólar í hópinn á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 174 grunnskólum sem eru á landinu hafa yfir 70 þeirra tekið upp tæknina á síðustu árum. Rósa Eggertsdóttir, íslenskufræðingur, segir að nú sé yfirlýst stefna t.d. Reykjavíkurborgar að allir skólar á höfuðborgarsvæðinu muni taka þátt í verkefninu. Tæknin var þróuð á vegum Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu. Aðferðin hefur vakið töluverða athygli og Rósa var meðal annars tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Háskóla Íslands síðasta vetur fyrir verkefnið.Rósa Eggertsdóttir.MyndAðferðin felur í sér nýja nálgun í lestrarkennslu ungra barna. Rósa telur að aðferðin verði til bóta hvað lesskilning ungra barna varðar, en að undanförnu hafa borist fréttir um að lesskilningur íslenskra ungmenna sé afar bágborinn. „Markmiðið er að börn geti tjáð sig betur og náð dýpri tengslum við það sem þau lesa," segir Rósa. Rósa segir að í aðferðinni felist róttæk breyting á lestrarkennslu eins og hún tíðkast á Íslandi. „Hljóðkerfið sem við styðjumst við núna er margra áratuga gamalt. Síðan þá hafa farið fram svo miklar rannsóknir á læsi að tímarnir eru tæplega sambærilegir," segir hún. Til að skýra hvað felst í aðferðinni í stórum dráttum tekur Rósa dæmi: Við notumst við eina bók í senn, tökum sem dæmi Palli var einn í heiminum. Til að byrja með lesum við bókina fyrir börnin og ræðum svo um hana. Þannig tryggjum við að allir í bekknum skilji um hvað sagan fjallar áður en þeir fara að rembast við að lesa hana. Svo veljum við ákveðin orð í bókinni sem við fjöllum nánar um, tökum út tiltekna stafi og kennum þá. Þannig lenda börnin aldrei í að skilja ekki hvað þau eru að lesa og læra um leið tæknina á bak við lestur. Rósa hefur unnið með aðferðina Byrjendalæsi frá árinu 2004. Sífellt fleiri skólar taka þátt í verkefninu sem Háskólinn á Akureyri heldur utan um og bera aðferðinni vel söguna. Hún vekur stöðugt meiri athygli og nú er að fara í gang þriggja ára rannsókn á fyrirbærinu á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þar verður meðal annars rannsakað hvort aðferðin gefur góða raun.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira