Innlent

Hæfnisnefnd verður Steingrími til aðstoðar

BBI skrifar
Steingrímur J. Sigfússon verður ráðherra í hinu nýja ráðuneyti.
Steingrímur J. Sigfússon verður ráðherra í hinu nýja ráðuneyti. Mynd/Valli
Hæfnisnefnd verður ráðherra til ráðgjafar þegar valið verður í embætti hins nýja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Valið verður milli embættismanna ráðuneytanna þriggja sem munu sameinast.

Nefndina skipa Ásta Bjarnadóttir mannauðsfræðingur en með henni munu starfa þau Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Margrét Guðmundsdóttir formaður Félags atvinnurekenda.

Ráðuneytið verður fromlega stofnsett 4. september. Þá renna saman sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og hluti efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Þar með verður aðkoma ríkisins að stærstu atvinnugreinum þjóðarinnar samræmd og stjórnsýslan því að líkindum skilvirkari.

Öllum starfsmönnum ráðuneytanna þriggja verða boðin störf í hinu nýja ráðuneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×