Innlent

Tekinn á bifhjóli - margbraut lögin

Ökumaður bifhjóls reyndist marg brotlegur við ýmsar lagagreinar og reglugerðir þegar hann var stöðvaður á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti.

Hjólið reyndist óskráð og því að líkindum ótryggt, ökumaðurinn var hjálmlaus, auk þess réttindalaus, enda aðeins 16 ára.

Þá reyndist hann hafa stolið hjólinu og sömuleiðis fartölvu, sem hann hafði meðferðis. Að loknum yfirheyrslum var mál piltsins falið barnaverndaryfirvöldum þar sem hann er aðeins 16 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×