Innlent

Viðbragðsaðilar af höfuðborgarsvæðinu afturkallaðir

Viðbragðsaðilar sem kallaðir voru út frá höfuðborgarsvæðinu vegna vélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli hafa verið afturkallaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Um það bil hundrað manns vinna nú að sprengjuleit og öryggisgæslu við rússnesku fafrþegaþotuna, sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan háf sjö í morgun eftir að flugstjóranum baárust upplýsingar um að sprengja væri um borð. Strax efir lendingu klukkan hálf sjö, voru farþegar og áhöfn flutt frá borði, alls 253 manneskjur og hófst undirbúningur að sprengjuleit strax að því loinu. Ekkert hefur enn fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×