Innlent

Of mikið kadmíum í áburði Bauhaus

Bauhaus.
Bauhaus. Mynd / GVA
Við reglubundið eftirlit Matvælastofnunar með áburði kom í ljós að áburðartegundin Plænekalk + gödning, sem Bauhaus Ísland ehf. flytur inn, reyndist innihalda þrefalt meira kadmíum (Cd) en leyfilegt er hérlendis. Þetta kemur fram á heimasíðunni mast.is.

Niðurstöður efnagreininga bárust 9. ágúst. Hámarksinnihald kadmíums er 50 mg á hvert kg fosfórs til að forðast uppsöfnun þess í jarðvegi. Auk þess reyndist áburðurinn innihalda köfnunarefni (N), fosfór (P) og kalí (K) undir leyfðum vikmörkum.

Bauhaus hefur tekið áburðinn úr sölu í verslun sinni í samræmi við kröfur Matvælastofnunar.

Samkvæmt yfirlýsingu frá framleiðanda átti kadmíum í áburðinum að vera innan við leyfilegt hámark.

Þeir sem keypt hafa þennan áburð geta skilað honum til Bauhaus




Fleiri fréttir

Sjá meira


×