Innlent

Gestir fá að smakka sinnepsís og BBQ-ís

BBI skrifar
Fjöldi fólks kíkir við á ísdeginum.
Fjöldi fólks kíkir við á ísdeginum. Mynd/Kjörís
Hinn svonefndi Ísdagur Kjöríss fer fram á laugardaginn í Hveragerði. Ísdagurinn er árviss viðburður en þá gefst gestum kostur á að hesthúsa eins mikinn ís og þeir geta. Í fyrra hurfu um tvö og hálft tonn af ís ofan í 20 þúsund gesti.

Sérstök ísleiða verður lögð úr verksmiðju Kjöríss og beint út á bílaplan. Þar verður ísnum svo dælt ofan í gesti, næstum bókstaflega.

Auk hins venjulega íss verður fjöldi framúrstefnulegra bragðtegunda á boðstólum. Sem dæmi má nefna sinnepsís, BBQ-ís, avókadóís, mangóís, sölvaís og sykurpúðaís. Gestir geta tekið þátt í vöruþróun með því að smakka ísana og gefa þeim einkunn.

Söl eru sett í þessa ístegund.Mynd/Kjörís
Dagskráin hefst klukkan eitt og verður til fjögur. Margvísleg skemmtiatriði verða á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×