Innlent

Bauð gestum 250 þúsund fyrir að ganga í skrokk á öryggisverði

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Karlmaður var handtekinn í Kringlunni um klukkan eitt í dag. Öryggisvörður hafði afskipti af manninum, sem er um þrítugt, vegna gruns um þjófnað. Maðurinn brást hin versti við og er meðal annars grunaður um að hafa slegið öryggisvörðinn í bringuna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Dv.is greinir frá málinu en þar kemur fram að sjónarvottur hafi séð manninn draga upp seðlabúnt eftir að hafa slegið öryggisvörðinn og lofað hverjum þeim sem vildi ganga í skrokk á verðinum 250 þúsund krónur.

Fleiri öryggisverðir komu til aðstoðar og yfirbuguðu manninn. Lögreglan kom síðar á vettvang og færði hann á næstu lögreglustöð. Maðurinn er enn í skýrslutöku hjá lögreglu en mun líklega fá að dúsa í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu áður en dagurinn er liðinn. Í frétt DV kemur fram að grunur leiki á að maðurinn hafi verið undir áhrifum vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×