Innlent

Fengu mat og drykki á meðan leitað var að sprengju - myndir

Hér má sjá fólkið hlusta á fyrirmæli lögreglu.
Hér má sjá fólkið hlusta á fyrirmæli lögreglu. myndir/rauði krossinn
Farþegarnir 256 sem voru um borð í flugvél frá rússneska flugfélaginu Aeroflot, og lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar, eru lagðir af stað með annarri flugvél til Moskvu. Vélin var á leiðinni til borgarinnar frá New York eftir að sprengjuhótun barst flugfélaginu. Engar sprengjur fundust í vélinni, en samkvæmt hótuninni áttu fimm sprengjur að vera í jafnmörgum ferðatöskum í vélinni. Tveir voru handteknir vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum.

Á meðan leitað var í vélinni í Keflavík hlúðu um tuttugu sjálfboðaliða frá Rauða Krossinum á Suðurnesjum af farþegunum. Dreift var teppum til fólks, mat, vatni, te, kaffi og ávöxtum.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig fólkið fengu veitingar og hlustuðu á fyrirmæli lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×