Innlent

Crowe leitar að tónleikastað fyrir Menningarnótt

Russell Crowe.
Russell Crowe.
Svo virðist sem að stórleikarinn Russell Crowe ætli sér að halda tónleika á Menningarnótt í Reykjavík. Á Twitter-síðu sinni í dag leitaði hann eftir hjálp við að finna tónleikastað.

Góðvinur Crowe, kanadíski leikarinn og tónlistarmaðurinn Alan Doyle, er nú landinu og segir Crowe að þeir vilji halda stutta tónleika um helgina.

mynd/Twitter/Russell Crowe
Doyle og Crowe gáfu nýlega út plötu saman og vonast félagarnir til að taka upp tónlistarmyndband hér á landi á næstunni.

Ásamt því að vera einn frægasti leikari veraldar er Crowe mikill tónlistarmaður og hefur hann verið í fjölda rokkhljómsveita síðustu ár.

Hægt er að nálgast færsluna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×