Innlent

Icelandair var stundvísasta flugfélagið

BBI skrifar
Mynd/Valgarður
Af flugfélögum landsins var Icelandair oftast á réttum tíma síðastliðinn hálfa mánuð. Iceland Express stóð sig einnig vel. Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var á vefnum túristi.is.

Síðustu tvær vikur hefur Icelandair að jafnaði flogið frá landinu þrjátíu sinnum á dag. Í 94% tilvika fóru vélarnar á réttum tíma. Meðalseinkun hjá félaginu var aðeins um tvær mínútur. Hjá Iceland Express voru brottfarir um fimm á dag og voru 91% á áætlun. WOW air var ekki eins stundvíst, en ferðir félagsins voru um þrjár á dag.

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. ágúst (í sviga eru niðurstöður seinni hluta júlí).Mynd/turisti.is
Lægra hlutfall af komum stóðst tímaáætlun hjá öllum félögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×