Ekkert komið fram sem kallar á breytingar á sænsku leiðinni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. ágúst 2012 18:44 Ekkert hefur komið fram sem kallar á breytingar á Sænsku leiðinni svokölluðu, sem ætlað er að stemma stigu við vændi hér á landi að sögn innanríkisráðherra. Undanfarið hafa tvær skýrslur komið fram þar sem deilt er á þessa leið sem nokkrar þjóðir, þar á meðal Íslendingar, hafa tekið upp. Annarsvegar er um að ræða skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem segir að ekki hafi borið árangur að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Hinsvegar er um að ræða skýrslu sem ein af undirstofnunum félagsþjónustunnar í Osló hefur birt. Þar er fullyrt að sænska leiðin hafi leitt til þess að nú sé enn erfiðara en áður að koma fórnarlömbum mansals til bjargar. „Báðar mæla þær með því að allt verði gert sem unnt er til að færa vændið upp á yfirborðið," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Hann bendir á að skýrsla Sameinuðu þjóðanna sé unnin af aðilum sem eru að berjast gegn eyðni. „Ég held að þetta verði að hafa í huga þegar niðurstöður skýrslunnar eru skoðaðar. Sjálfum finnst mér ekkert þar hafa komið fram sem er þess valdandi að við tökum þessi mál til enduskoðunar hér," segir hann. Sérhæft lögregluteymi gegn mansali hefur enn ekki verið stofnað eins og þriggja ára gömul aðgerðaáætlun gerði ráð fyrir. Ögmundur segist vonast til að það standi til bóta. „Við settum sérstakt fjármagn til lögreglunnar til að efla baráttu gegn alvarlegri brotastarfsemi. Og áherslan hefur verið sú að það verksvið þeirra aðila sem með það eiga að gera taki til vændis og mansals og mála sem því tengjast." Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Ekkert hefur komið fram sem kallar á breytingar á Sænsku leiðinni svokölluðu, sem ætlað er að stemma stigu við vændi hér á landi að sögn innanríkisráðherra. Undanfarið hafa tvær skýrslur komið fram þar sem deilt er á þessa leið sem nokkrar þjóðir, þar á meðal Íslendingar, hafa tekið upp. Annarsvegar er um að ræða skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem segir að ekki hafi borið árangur að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Hinsvegar er um að ræða skýrslu sem ein af undirstofnunum félagsþjónustunnar í Osló hefur birt. Þar er fullyrt að sænska leiðin hafi leitt til þess að nú sé enn erfiðara en áður að koma fórnarlömbum mansals til bjargar. „Báðar mæla þær með því að allt verði gert sem unnt er til að færa vændið upp á yfirborðið," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Hann bendir á að skýrsla Sameinuðu þjóðanna sé unnin af aðilum sem eru að berjast gegn eyðni. „Ég held að þetta verði að hafa í huga þegar niðurstöður skýrslunnar eru skoðaðar. Sjálfum finnst mér ekkert þar hafa komið fram sem er þess valdandi að við tökum þessi mál til enduskoðunar hér," segir hann. Sérhæft lögregluteymi gegn mansali hefur enn ekki verið stofnað eins og þriggja ára gömul aðgerðaáætlun gerði ráð fyrir. Ögmundur segist vonast til að það standi til bóta. „Við settum sérstakt fjármagn til lögreglunnar til að efla baráttu gegn alvarlegri brotastarfsemi. Og áherslan hefur verið sú að það verksvið þeirra aðila sem með það eiga að gera taki til vændis og mansals og mála sem því tengjast."
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira