Innlent

Stiller kominn aftur - verður hér næstu vikur

Ben Stiller er kominn aftur til Íslands en tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty, sem hann framleiðir og leikstýrir, hefjast í byrjun september. Samkvæmt heimildum Vísis mun Stiller dvelja hér á landi meira og minna þangað til.

Á Twitter-síðu sinni í kvöld birtir leikarinn mynd af landikorti af Íslandi og segir aðdáendum sínum að þegar hann taki vinstri beygju hjá Fornustakki þá sé hann kominn á leiðarenda.

Kvikmyndin er sú stærsta sem verður tekin upp hér á landi á þessu ári en eins og alþjóð ætti að vera ljóst þá hafa tökur á myndinni Noah staðið yfir hér síðustu vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×