Innlent

Einn yfirheyrður vegna eldsvoða í Fellaskóla

Frá aðgerðum slökkviliðsins í gærkvöldi.
Frá aðgerðum slökkviliðsins í gærkvöldi. MYND /ANTON BRINK
Einn aðili hefur verið yfirheyrður vegna eldsvoða í Fellaskóla í Breiðholti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn en töluverðan reyk lagði frá þaki skólans þegar slökkviliðið bar að.

Lögreglu bárust upphaflega ábending um að börn gætu verið inn í skólanum. Við nánari athugun reyndist það ekki vera rétt. Grunur leikur hinsvegar á að um íkveikju sé að ræða þar sem eldurinn kom utan frá og hefur því einn aðili verið yfirheyrður vegna þessa, eins og fyrr var greint frá.

Nokkrar skemmdir hlutust af eldinum en ekki er ljóst hvert heildartjónið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×